Fara í efni

Jólin kvödd í Félagsgarði - föstudaginn 8. janúar

Deila frétt:

 

Kveikt verður í þrettándabrennu við Félagsgarð föstudaginn 8. janúar nk, kl 20:00.

Væntanlega hafa þá íbúar og aðrir velunnarar verið duglegir að koma með jólatrén sín og annað hreint efni til að setja á brennuna.

Flugeldum verður skotið upp og reynt var að velja þá sem valda sem minnstum hávaða með velferð dýra í huga (hvellir og hávaði fer ver í dýrin en ljósadýrð). Rétt er að vekja athygli á að gefa hestum vel seinni part dags og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þeir fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þá. Ef hægt er að setja hesta inn er það öruggast.

 

Á eftir er boðið í heitt súkkulaði inn í Félagsgarði og ef einhver vill losna við restina af smákökunum sínum er kjörið tækifæri til að kippa þeim með og deila með öðrum.  Veður-Barinn verður opinn.

 

Miðvikudagskvöldið 6. janúar verður bókasafnið

opið í Ásgarði, kl. 20-22.

Munum að skila jólabókunum, það er beðið eftir þeim!