Kaffi, ljósmyndir og með því!
20.06.2012
Deila frétt:
Á laugardaginn kemur þann 23. júní 2012 býður Kjósarstofa upp á kaffi og meðlæti frá kl. 14-18 í Ásgarði.
Kjósarstofa óskar eftir myndum héðan úr sveitinni bæði vegna ritunar Kjósarsögu en einnig er stefnan að halda ljósmyndasýningu úr sveitinni á Kátt í Kjós 21. júlí næstkomandi.
Á laugardaginn verður skanni á staðnum og geta gestir því komið með myndir, við tökum afrit af þeim, og viðkomandi getur tekið myndirnar með sér heim aftur. Gamlar myndir eru í sérstöku uppáhaldi.
Helgarblöðin verða á staðnum og hvetjum við alla til að kíkja við, sýna sig og sjá aðra.
Hlökkum til að sjá ykkur og myndirnar ykkar!
Minnum einnig á vef Kjósarstofu www.kjosarstofa.is