Fara í efni

Kárnesingar leggja allt undir

Deila frétt:

Keppnisvél
Fullskipuð sveit UMSK tekur þátt í keppni í færni í dráttarvélaakstri á Landsmóti ungmannafélaga í Kópavogi á laugadag 7. júlí.

Það eru þeir bræður í Káranesi Jón Smári, Kristján, og Finnur Péturssynir ásamt syni Finns, Adam sem verða fulltrúar Kjalarnesþings á mótinu.

Þessir vösku piltar eru rómaðir fyrir lipurt aksturslag og elju í störfum sínum í vinnu á  dráttarvélum.

Á landsmóti fyrir fjórum árum tapaði Finnur titlinum um að vera færasti dráttarvélaökumaður landsins og er nú staðráðinn í að gera sitt besta til að freista þess að endurheimta  titilinn að nýju og mætir nú með harðsnúið lið sem á að tryggja að UMSK fái flest stig úr þessari viðureign, á milli sambanda Ungmannafélaga.