Kátt í Kjós
Þann 21. júlí næstkomandi verður hátíðin Kátt í Kjós haldin. Margt áhugavert stendur til boða og er dagskráin hér að neðan. Ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi hátíðina endilega hafið samband við Höllu í síma 857-0100 eða á netfangið kjosarstofa@kjos.is
Einn af sölubásunum í Félagsgarði þetta árið verður tileinkaður Unicef barnahjálp og hvetjum við börnin í sveitinni að taka til í leikföngunum sínum þar sem þau geta selt þau til styrktar Unicef á Kátt í Kjós. Ágóðinn rennur óskiptur til hjálparstarfs. Leikföngunum er hægt að skila inn í Ásgarð eða koma með þau á staðinn í Félagsgarð frá kl. 11:00 þann 21.7.2012.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Kjósinni!
Dagskrá Kátt í Kjós
12.00-17.00 Markaður í Félagsgarði
Handverk og matvara af ýmsu tagi verður til sölu í Félagsgarði.
Skemmtilegur og fjölbreyttur markaður.
12.00-17.00 Kaffisala Kvenfélagsins í Félagsgarði
Kvenfélag Kjósarhrepps er með kaffisölu staðsetta í Félagsgarði.
Heitt á könnunni og vöfflur.
12.00-17.00 Dýr við Félagsgarð
Hænur,heimalningar og fleira ungviði verða gestum og gangandi
til gleði á vellinum við Félagsgarð.
12.00-18.00 Veiðikortið býður veiði í Meðalfellsvatni
Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtingur
og lax.
14.00-15.00 Leiðsögn um hernámsminjar – Kiðafell
Magnús Þór Hafsteinsson er með leiðsögnina. Lagt verður af
stað kl. 14 frá brúsapallinum á Kiðafelli og endað þar.
14.00-16.00 Teymt undir börnum við Laxárnes
Hestamannafélagið Adam teymir undir börnum við Laxárnes,
neðan við Félagsgarð.
15.00-16.30 Heimsmeistarakeppni í heyrúlluskreytingum
við Eyrarkot
Tilkynnt verður um úrslit kl. 17 við Eyrarkot.
14.00-20.00 Ásgarður – Kjósarstofa
Myndasýningin „Góðar stundir – gamlar myndir úr Kjós“ verður
opnuð í Kjósarstofu en þar gefst gestum kostur á að bera kennsl
á fólk á gömlum myndum.
15.30-16.30 Sögukynning um Maríuhöfn
Magnús Þorkelsson verður með leiðsögn um Maríuhöfn sem
hefst í Kjósarstofu, Ásgarði kl 15.30.
14.00 Reynivallakirkja
„Blessað veri grasið“. Séra Gunnar Kristjánsson flytur erindi um
samband manns og lífríkis í íslenskum ljóðum.
13.00-15.00 Fræðsla um fjörunytjar við Fossá
Guðrún Hallgrímsdóttir fræðir gesti um fjörunytjar og hvernig
best er að matreiða krækling beint úr fjörunni.
12.00-17.00 Gallerí Nana
Gallerí Guðbjargar Jónu Magnúsdóttur við ofanvert Meðalfellsvatn
verður opið gestum og gangandi.
11.00-22.00 Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn
Í Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð við Meðalfellsvatn má njóta veitinga
í heimilislegu andrúmslofti. Kl. 14-17 verður hoppukastali
við Kaffi Kjós og hjólabátar á Meðalfellsvatni og lummubakstur
verður í fullum gangi. Óvæntur glaðningur fyrir börnin.
13.00-17.00 Eyrarkot
Tolli verður með sýningu í salnum. Heyvagn verður á ferðinni frá
salnum og um svæðið og má fá sér salíbunu með honum. Kaffihúsastemning
- hægt að kaupa kaffi og meðlæti.
Halla Lúthersdóttir
Kjósarstofa
sími: 8570100