Kátt í Kjós, 16. júlí
Kátt í Kjós verður laugardaginn 16. júlí 2011, frá kl 12-17 og er þetta í fimmta sinn sem íbúar sveitarfélagsins opna sveitina sína fyrir gestum og gangandi. Sveitamarkaður verður í Félagsgarði og er það aðalmarkmið eins og fyrri ár að íbúar sveitarfélagsins verði þar í forgangi með vörur sínar og handverk.
Sveitarfélagið mun ekki kosta útgáfu á bæklingi eins og verið hefur undanfarin ár, þar sem kynnt voru þau bú og fyrirtækji sem höfðu opið hjá sér þennan dag, en bendir áhugasömum á Kjósarstofu kjosarstofa@kjos.is
Þeir sem ætla að hafa opið hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að láta vita sem fyrst á oddviti@kjos.is með texta og tíma, en hreppurinn mun auglýsa það á heimasíðunni og öðrum fjölmiðlum.
Þeir sem hafa áhuga á að fá söluborð á markaðnum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Guðnýju í s 5667100 eða oddviti@kjos.is