Fara í efni

Kátt í Kjós 16. júlí

Deila frétt:

Eins og flestum er kunnugt verður hátíðin „Kátt í Kjós“ laugardaginn 16. júlí frá kl 12-17.  Kjósarhreppur mun sjá um framkvæmd hátíðarinnar eins og undanfarin ár. Borðið kostar kr. 3000.-

 

Íbúar Kjósarhrepps ganga fyrir með söluborð í Félagsgarði og þurfa þeir að hafa samband við skrifstofu hreppsins í síðasta lagi  föstudaginn 8. júlí til að panta borð.

 

Þeir sem ætla að hafa opið hjá sér og bjóða gestum heim eru vinsamlegast beðnir um að láta vita sem fyrst á skrifstofu Kjósarhrepps og hafa með texta til kynningar sem síðan verður settur á vefinn og í aðra fjölmiðla.

 

Hugmynd er um að fá skólahreystibrautina á Kátt í Kjós.

 

Keppni verður um frumlegustu fuglahræðuna á Kátt í Kjós ef þátttaka næst og þeim raðað upp í áhorfendabrekkunni við völlinn í Félagsgarði. Gaman væri nú að börn, unglingar, gamalmenni og allir aldurshópar þar á milli  gæfu nú hugmyndafluginu lausan tauminn og settu saman flottustu fuglahræðuna á „Kátt í Kjós“ 2011. Til mikils er að vinna.