Kátt í Kjós 19. júlí 2008
Opinn dagur í Kjós “Kátt í Kjós” verður laugadaginn 19. júlí. 8-10 aðilar bjóða gestum heim á staði sína. Þetta er í annað sinn sem Kjósarhreppur stendur fyrir deginum, en í fyrra tókst hann með ágætum og er talið að um 3 þúsund manns hafi heimsótt hreppinn að þessu tilefni. Staðirnir sem hafa tilkynnt þátttöku eru: Hvammsvík, Neðri-Hálsi, Kaffi Kjós, Hurðabak-dýragrafreitur, Eyjum II, Kiðafell, Eyrarkot, Miðdalur, Reynivellir og Félagsgarður. Í Félagsgarði verður alvöru sveitamarkaður þar sem vörur úr sveitinni verða kynntar og seldar af yfir 20 aðilum. Úti á íþróttarvelli verður eitt stærsta naut landsins, folaldshryssa, sýning í hundafimi og kassaklifur.
Þá bíður Veiðikortið uppá fría veiði í Meðalfellsvatni.
Nú í þessari viku er síðasta tækifæri til að tilkynna þátttöku og komast í kynningarbækling sem gefin verður út.