Fara í efni

Kátt í Kjós 2010

Deila frétt:

Kjósverjar munu bjóða samlanda sína og aðra sem áhuga hafa, velkomna til þess að kætast og hafa kátt í  Kjós laugardaginn 17. júlí næstkomandi.  Hinn árlegi viðburður í Kjósinni, "Kátt í Kjós", verður haldinn með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Þeir sem hafa áhuga á að selja og/eða kynna framleiðslu sína í Félagsgarði, við Félagsgarð eða á öðrum stöðum í sveitarfélaginu á "Kátt í Kjós", hafi samband við Guðnýju G. Ívarsóttur í gegnum netfangið oddviti@kjos.is sem allra fyrst.

 

Innansveitarfólk gengur fyrir með aðstöðu í Félagsgarði og við Félagsgarð ef eftirspurn verður mikil.  Ráð er fyrir því gert að utansveitarfólk greiði sanngjarna þóknun fyrir aðstöðu, sem veitt verður af háflu sveitarfélagsins.