Fara í efni

Kátt í Kjós 2014 – laugardaginn 19. júlí

Deila frétt:

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 19. júlí.
Ungir bændur keppa í margskonar þrautum á túninu við Félagsgarð. Á Reynivöllum verður fróðlegt erindið um Kjósina. Leiðsögn verður um hernámsminjar í Hvítanesi.  Kátína mun ríkja á Kaffi Kjós, tryllt trjásala verður að Kiðafelli 3, Gallerí Nana verður opið við Meðalfellsvatn, Keramik-vinnustofa Sjafnar Ólafs verður opin í Eilífsdal og margt fleira verður í boði. Í Félagsgarði mun ilmurinn af nýbökuðum vöfflur kvenfélagskvenna fagna gestum og að sjálfsögðu verður hinn sívinsæli sveitamarkaður í Félagsgarði frá kl. 12-17, með áherslu á íslenskt handverk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni. 

 

Borðapantanir og nánari upplýsingar veitir Sigríður Klara, sigridur@kjos.is , s: 5667100 / 8410013

 

Dagskrá hátíðarinnar má skoða  Hér 

 

Hittumst kát í Kjósinni þann 19. Júlí

 

Kjósarhreppur