Fara í efni

Kátt í Kjós 2023

Deila frétt:

Laugardaginn 22 júlí næstkomandi verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu Kátt í Kjós.  Á undanförnum árum hafa mörg þúsund manns sótt Kjósina heim þennan „Kjósardag“, sem vakið hefur verðskuldaða athygli og tekist með miklum ágætum.

Með hátíðinni Kátt í Kjós vilja Kjósverjar gefa öllum þeim sem áhuga hafa, tækifæri á að koma í heimsókn í sveitarfélagið til þess að skoða sveitina og það sem falleg náttúran og íbúar sveitarfélagsins hafa uppá að bjóða. Markmið með hátíðinni er meðal annars að vekja athygli á þeirri atvinnustarfsemi sem fram fer í Kjósinni og þeim miklu tækifærum sem þar felast. Margir Kjósverjar eru tilbúnir að opna býlin sín og vinnustofur og bjóða gestum heim og kynna starfsemi sína og starfsvettvang. 

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér:

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=pfbid02u6V2WsFQ1dG6R8ZVMYv55VgE9mf3Up275XKsbxzgmNtPwwVoFUGMtKoPKcVNTMX9l&id=100064147952997