Fara í efni

Kátt í Kjós, álfar og keltnensk fræði í Eyrarkoti

Deila frétt:

Allir eru velkomnir  í Eyrarkot 21. júlí. Gestum er boðið uppá flatkökur og hangikjöt og fræðast um keltneska menningu í Hvalfirði, örnefni og bæjarnöfn undi leiðsögn Þorvaldar Friðrikssonar fræðimanns, sem áður hafa verið óútskýrð í íslensku málfari. Eyrarkot er” lítið kot” þar sem áðurfyrr var rekið lítið bú. Á síðustu öld var þar símstöð sveitarinnar og ber ferðaþjónustuhúsið þess nokkur merki. Húsráðandinn leggur mikinn metnað í að halda öllu yfirbragði staðarins í anda upprunans með skýrskotun til keltnesku, Maríudýrkunar og álfabyggðar en þenna dag veður  frumsýnt hulduheimakort unnið að Erlu Stefánsdóttir.