Fara í efni

Kátt í Kjós, Eyrarkot

Deila frétt:

Á síðustu öld var þar símstöð sveitarinnar og ber ferðaþjónustuhúsið þess nokkur merki. Húsráðandinn, Bergþóra Andrésdóttir húsfreyja á Kiðafelli sem á og rekur ferðaþjónustuna leggur mikinn metnað í að halda öllu yfirbragði staðarins í anda upprunans. Álfabyggð, í næsta nágreni húsaanna, hefur verið kortlögð af Erlu Stefánsdóttir.

Aðstaða fyrir tíu manns í gistingu. Gestir sem dvelja í Eyrarkoti verður ávalt tíðrætt um hversu mikil ró fylgi staðnum. Jaframt því  er aðstaða til samveru, námskeiða og fundarhalda fyrir 30-40 manns, í gömlum útihúsum sem gerð hafa verið upp frá grunni og eru orðin hinu bestu húsakynni til slíkra nota. Í Eyrarkoti er fjölbreytt fuglalíf  og fagurt útsýni. Fjaran á Hvalfjaðareyri sem er á náttúrumynjaskrá, er steinsnar frá bænum. Þar er einn fárra staða sem baggalútar finnast. Þjóðtrú er að þeir létta á þjáningum við barnsfæðingar styrkja brjóstagjöf og teja helgun hverrsu margfaldir þeir eru, t.d. steinn sem settur er saman úr þremur kúlum er talinn þríhelgur.

Þann 19. júlí kl 14:00 segir Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði frá hinni fornu trú Íslendinga eins og hún birtist í goðorðinu á landnámsöld og fram á okkar tíma.Myndlistarkonan Ragnhildur Jónsdóttir verður með sýningu á verkum sínum í salnum.Verkin eru unnin með blandaðri tækni og fjalla öll um lífið í náttúrunni..

Gestum verður boðið uppá kaffi og kleinur

Opið frá kl. 13-17,  s: 692 3025,  begga@emax.is