Kátt í Kjós - Félagsgarður
13.07.2016
Deila frétt:
Í Felagsgarði verður kaffihlaðborð að hætti kvenfélagsins í Kjósinni, þar geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinganna og spjallað. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á hjartastuðtæki sem staðsett verður í hreppnum.
Sveitamarkaðurinn verður utandyra og þar standa til boða vörur úr sveitinni, matvara og handverk.
Bókin vinsæla „Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga“ og „Kjósarmyndin“ gamla verða til sölu í Félagsgarði.
Úti á velli fyrir yngri kynslóðina verður klifurvagninn frá skátunum að príla í og Blaðrarinn frá Sirkusi Ísland að búa til fígúrur frá kl 14:00-16:00.