Fara í efni

Kátt í Kjós, Félagsgarður

Deila frétt:

Á sveitamarkaðinum í Félagsgarði sameinar Kvenfélag Kjósarhrepps og Björgunarsveitin Kjölur krafta sína til að allir komist í kaffi og heitar rjómavöfflur.

Bæði þessi félög láta leiða af sér gott starf, kvenfélagið veitir ýmsu menningar- og mannúðarverkefnum stuðning sinn og björgunarsveitin gerir sitt til að tryggja öryggi fólks og er til aðstoðar á raunarstund. Veitingasalan er liður í fjáröflun félaganna.

 

Úti á svæði verður Kjölur með tæki sín og tól og kassaklifur fyrir krakkana. Þar verður líka eitt stærsta naut landsins, frá nautakjötsframleiðslunni á Hálsi, vel tjóðrað.

Hrossaræktin á Þorláksstöðum verður með Ófeig og folaldshryssu og hundaræktin á Morastöðum stendur fyrir hundafimi svo eitthvað sé nefnt.