Kátt í Kjós, Hurðarbak-dýrafrafgarður
Frá árinu 2002 hefur verið starfræktur sérstakur dýragrafgarður fyrir gæludýr og önnur þau dýr sem eigendur þeirra vilja að hvíli í “vígðri mold” og eigi sér sérstakan merktan stað sem hægt er að vitja um. Það var fyrir tilhlutan eiganda jarðarinnar Hurðarbaks, Guðnýjar Guðrúnar Ívarsdóttur, og þáverandi sambýlismanns hennar, Kristjáns Ásgeirs Sólbjarts Mikkaelssonar heitins, sem garðurinn var settur á stofn . Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnarðarins vígði garðinn, sem var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Dýragrafreiturinn er í fallegu umhverfi Kjósarinnar, með fjallsbrekkur á aðra hönd og liðandi Laxá á hina.
Frá stofnun garðsins hefur á annað hundrað ástvinir verið jarðsettir í garðinum allt frá smæstu dýrum, góðhestum og síðast en ekki síst hinn landsþekkti Guttormur sem aldur sinn ól í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Það er Guðný G. Ívarsdóttir sem hefur umsjón með garðinum.
Sími:5667052/8997052 gudnyi@simnet.is