Kátt í Kjós, Kaffi Kjós
Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með frábæru útsýni yfir Meðalfellsvatn, í raunverulegu sveita-umhverfi. Þar eru margir möguleikar eru til skemmtilegrar útivistar og afþreyingar. Þjónustumiðstöðin hefur á boðstólum nýlenduvörur og hverskonar mæru, sem kemur sér vel fyrir þann mikla fjölda fólka sem dvelur í sumarhúsum við Meðalfellsvatn og nágrenni. Framreiddur er grillmatur og hefur staðurinn vínveitingarleyfi. Þar fást staðbundin kort s.s. gönguleiðakort um Esju og Kjósarkortið sem er nýútkomið. Kaffi Kjós var opnað 1998 af Hermanni Inga Ingólfssyni og Aðalheiði Birnu Einarsdóttur á Hjalla og hafa þau rekið staðinn síðan.
Hægt er að komast í internetsamband á staðnum og fylgjast með sjónvarpsútsendingum RUV og Stöðvar tvö.
19. júlí 2008 verður hoppukastali við Kaffi Kjós og hægt verður að prófa hjólabáta frá kl. 14-16. Boðið verður uppá kaffi og kleinur og glaðning fyrir börnin
Opið frá kl. 12-22, s: 566 8099, 897 2219, hjalla@hive.is