Kátt í Kjós, Kiðafell
Á fjósloftinu á Kiðafelli hefur verið komið fyrir fjölbreyttu safni gamalla muna í viðeigandi umhverfi. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar, stríðsminjar, sjávar- og landbúnaðarminjar, ásamt fjölmörgu öðru sem haldið hefur verið til haga frá fyrri tíð. Allir ættu að koma auga á eitthvað áhugavert í safninu og þar eru margir hlutir sem koma gestum skemmtilega á óvart svo sem einn elsti ísskápur landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum og hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals sem hefur verið í láni hjá Hvalasafninu á Húsavík undanfarin ár.
Á Kiðafelli búa Bergþóra Andrésdóttir og Sigurbjörn Hjaltason, sem hefur staðið fyrir varðveislunni ásamt bróður hans, Þorkeli. Algengt er að safninu berist fornir munir sem leitt hefur til þess að þörf fyrir rými hefur aukist. Verið er að útbúa hlöðu til að mæta þessari þörf.
Þann 19.júlí tekur Þorkell á móti gestum á safninu, en hann hefur verið ötull við að viða að safngripi og við uppgerð þeirra.
Opið frá kl. 13-17, s: 566 7051, 896 6984, kidafell@emax.is