Kátt í Kjós - laugardaginn 18. júlí - Dagskrá

Það styttist hressilega í sveitahátíðina
Kátt í Kjós, sem verður haldin í níunda sinn laugardaginn 18. júlí nk.
Bæklinginn og nánari upplýsingar um hvern viðburð má nálgast HÉR
Dagskrá dagsins er í stórum dráttum þessi:
11.00-17.00 Björgvin á Fossá
Ljósmyndasýning inn á Fossá við Hvalfjörð um hinn sérstaka persónuleika og vinasæla Björgvin Guðbrandsson. Einnig opin sunnudag kl. 13-16.
12.00-13.00 Leiðsögn um hernámsminjar.
Mæting í Hvítanesi kl. 12
12.00-17.00 Sveitamarkaður í Félagsgarði
Skemmtilegur og fjölbreyttur markaður með áherslu á íslenskt handverk
og krásir úr Kjósinni
12.00-17.00 Kaffisala Kvenfélags Kjósarhrepps
Ilmandi kaffi og rjúkandi vöfflur í Félagsgarði
12.00-17.00 Trjásala á Kiðafelli III
12.00-17.00 Gallerí NaNa - leðurtöskur með fiskiroði og skinni
ásamt fylgihlutum. Flekkudalsvegi 18 við Meðalfellsvatn.
Einnig opið sunnudag kl. 12-17
12.00-17.00 Glerlist - Vinnustofa Píu Rakelar
Glerlist, ljósmyndagrafík og handverk að Ísafelli, Meðalfellsvegi 29
12.00-17.00 Keramik-vinnustofa Sjafnar
að Eyrum 9 í Eilífsdal
13.00-18.00 Veiðkortið
býður frítt að veiða í Meðalfellsvatni
13.00-14.00 Búkolla – Leiksýning fyrir yngstu gestina við Félagsgarð
14.00-16.00 Ungi bóndi Vesturlands og Vestfjarðar 2015
keppni á túninu við Félagsgarð
16.00-17.00 Gísli Súrsson – Verðlauna leiksýning að Kiðafelli III
11.00-22.00 Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn
Kaffi Kjós bíður öllum kátum krökkum frítt í hoppukastala
og hjólabáta frá kl. 14-17
21.30 -02.00 Sveita*skrall í Félagsgarði
Aldurstakmark 18 ára, húsið opnar kl. 21. 30
með kátum klukkutíma (Happy Hour)
Miðaverð 1.500 kr. Bjössi Greifi mættir með gítarinn kl. 23