Kátt í Kjós, laugardaginn 19. júlí 2025
17.07.2025
Deila frétt:
Nú er komið að árlegu sveitahátíðinni í Kjós.
Laugardaginn 19. júlí nk. á milli 12:00 og 17:00 verður markaður og hið víðfræga kaffihlaðborð kvenfélagsins í Félagsgarði, ásamt brúðubílnum og ýmsu öðru fyrir börnin.
Á markaðnum verður meðal annars til sölu: handverk, prjónavara, listmunir, góðgæti, gröfur ásamt ýmsu öðru.
Margt fleira verður um að vera í Kjósinni í tengslum við Kátt í Kjós, dagskránna má lesa hér.
Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps.