Fara í efni

Kátt í Kjós, Meðalsfellsvatn frítt í veiði

Deila frétt:

Veiðikortið og Lax ehf sem er leigutaki vatnasvæðis Laxár bjóða frítt í veiði í Meðalfellsvatni á milli kl. 13 og 17:00 Þeir sem vilja nýta sér það geta kynnt sé upplýsingar um vatnið á veidikortið.is Ekki þarf að tilkynna sig til veiði. Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtÍngur og lax.  Urriðinn veiðist best fyrrihluta sumars.  Lax gengur oft hratt upp í vatn og hafa menn veitt grálúsuga laxa upp í vatni þannig að mögulegt er að veiða lax frá miðju sumri og út veiðitímabilið.  Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið.

 

Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 - 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.

 

Frítt í veið á milli kl: 13-17