Kátt í Kjós, Miðdalur
Miðdalur er einn þeirra bæja sem tekur þátt í Kátt í Kjós. Ábúendurnir þau Guðmundur Davíðson og Svanborg Anna Magnúsdóttir taka jaframt þátt í verkefninu “Opin landbúnnaður” á vegum Bændasamtakanna. Miðdalur stendur í samnefndum dal milli Eyrarfjalls og Esju við veg 460. Þar er stundaður blandaður búrekstur, aðallega mjólkurframleiðsla með 28 kúm auk svolítillar nautakjöts-framleiðslu. Um 40 vetrarfóðraðar ær eru á bænum auk þess eru ræktaðir Hrfí border collie hundar. Þá eru um 30 hross, bæði í ræktun og reiðhross.Um 20 landnámshænur er á vappi á bæjarhlaðinu og auk þess íslenskir hundar, kettir og eitt svín. Miðdalur er því alvöru bóndabær. Á vorin koma grunnskólar og leikskólar í heimsókn og fá að sjá dýrin í sínu rétta umhverfi, upplifa sveitina og komast í snertingu við dýrin.
Þann 19. verður börnum boðið á hestbak og gestum boðið uppá vörur frá Mjólkursamsölunni.
Opið frá kl. 13-17, s: 566 6834,