Kátt í Kjós, Neðri-Háls
15.07.2008
Deila frétt:
![]() |
| Leikmunur úr Dalalíf |
í sex tegundum, og nýlega hófst framleiðsla á skyri, rjóma og grískri jógúrt. Eftirspurn er vart annað og hefur fyrirtækinu bæst liðsauki frá Búlandi í Landeyjum, sem hefur fengið vottun. Á sl. ár á Kátt í Kjós var til þess tekið hversu vel upplýsingum var komið á framfæri á upplýsingaspjöldum. Nú í ár verður leikurinn endurtekinn og verður líkt eftir kröftum náttúrunnar, sem að ótrufluðu liðast áfram í eilífri hringrás. Það verður þannig eins með gesti þeirra á opnum degi. Þeim verður boðið upp á hringferð, ekki eilífa , en um þeirra lífræna býli, þar sem hægt er að skoða húsakost
og vélbúnað og um leið drukkið í sig þekkingu um lífræna ræktun, þreifað og þefað af lífrænu smáraheyi, séð með eigin augum lífrænar kýr, kálfa og naut. Í lokin á hringferðinni fá gestir tækifæri til að smakka á afurðum Biobús, auk þess sem boðið verður upp á kaffi undir hressandi harmonikku og lúðrablæstri.
Þá má minna á að á Neðra Hálsi verður hægt að rifja upp ýmis sjónarhorn
úr hinni frægu Dalalífsmynd þar sem leikmynd og leikmunir eru enn til
staðar.
Líklegt má telja að lífrænu kýrnar munu einnig sína sig á svæðinu og munu þær ekki láta þennan viðburð fram hjá sér fara.
Laugardaginn 19. júlí verður tekið á móti gestum á Neðri-Hálsi frá 13-16
