Fara í efni

KIRKJUKÓRINN - ÆFINGAR HEFJAST

Deila frétt:
Kirkjukórinn
Kirkjukórinn

KIRKJUKÓRINN - ÆFINGAR HEFJAST

Fyrsta æfing vetrarins fer fram í Brautarholtskirku kl. 20 nk. fimmtudag og væri gaman að sjá ný andlit á æfingunni.
Þetta er mjög skemmtilegur og léttur kirkjukór sem samanstendur af hressu fólki af svæðinu, á öllum aldri, mis söngvönu.

Nú í apríl nk. er stefnan að fara í mjög spennandi kórferð til Vínar og Bratislava sem gerir komandi vetur enn meira spennandi.
Það er bæði gaman, gefandi og uppbyggilegt að taka þátt í kirkjustarfi á svæðinu.
Vonandi sjáum við nýtt söngfólk á æfingunni á morgun.

Æft 2x í mánuði, til skiptis á Kjalarnesi og í Kjós