Fara í efni

Kirkjustarf 1. sunnudag í aðventu

Deila frétt:

Reynivallakirkja
Sunnudaginn 2. desember verður aðventuguðþjónusta á Reynivöllum.Von er á 50 manna hópi fyrrum nemanda við Menntaskólann í Reykjavík til guðþjónustunnar.

 

Aðventukvöld verður í Félagsgarði um kvöldið og hefst kl. 20:30. Lesin verður jólasaga, aðventusálmarnir sungnir, Ólöf Arnalds syngur og hugvekja verður út frá þekktum listaverkum þar sem jólaguðspjallið er túlkað. Síðan verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Sóknarnefnd Reynivallasóknar og ásamt sóknarpresti sjá um aðventukvöldið.