Kjósarhreppur auglýsir eftir brottnumdri girðingu
10.07.2024
Deila frétt:
Til að bæta umferðaröryggi á Hvalfjarðarvegi á milli Fells og Lækjarbrautar setti sveitarstjórn upp rafmagnsgirðingu sem nú hefur verið fjarlægð í óþökk sveitarstjórnar. Þetta er alvarleg aðför að umferðaröryggi á Hvalfjarðarvegi og óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um afdrif girðingarinnar. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að vilja bætt umferðaröryggi í Kjósinni og því óskiljanlegt að einhver taki sig til og vinni gegn því markmiði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif girðingarinnar er bent á að hafa samband við sveitarstjóra eða oddvita.