Fara í efni

Kjósarhreppur auglýsir skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Hvammur-Hvammsvík Kjósarhreppi

Deila frétt:

Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 11. apríl 2023 að breyta deiliskipulag Hvammur-Hvammsvík frá maí 2000.

Breyting deiliskipulagsins felur í að auka byggingarheimildir á nokkrum stöðum, í tillögunni felst að skilgreindur er 150m2 byggingarreitur við bátaskýli þar sem heimilt yrði að reisa allt að 70m2 viðbyggingu, skilgreindur er 200 m2 byggingarreitur við hlöðu sem heimilt yrði að reisa allt að 100 m2 viðbyggingu, skilgreindur er 300m2 byggingarreitur norðan við bæjarstæðin þar sem heimilt yrði að reisa 300 m2 byggingu. Einnig er sótt um skilgreina sex byggingarreiti fyrir sex 45m2 gistihús. Að öðru leiti haldast skilmálar óbreyttir.

 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með miðvikudegi 31. maí 2023 til og með 13. Júlí 2023. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi kl. 15:00, 12. Júlí 2023. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur 30. maí 2023

Pálmar Halldórsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps