Kjósarhreppur býður út vetrarþjónustu 2024-2027
11.09.2024
Deila frétt:
Í verkinu felst snjóruðningur og hálkuvörn á vegum og bílaplönum í Kjósarhreppi.
Helstu magntölur eru:
- Þjónustuflokkur 1: 22 km
- Þjónustuflokkur 2: 16 km
- Þjónustuflokkur 3: 12,5 km
- Bílaplön: 4.700 m2
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef COWI á Íslandi á vefslóðinni: https://mannvit.ajoursystem.net/ eftir kl. 17:00 þann 11. september 2024. Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef COWI á Ísland eigi síðar en kl. 10:00 þann 25. september 2024. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið skilað á útboðsvefinn. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.