Fara í efni

Kjósarhreppur efnir til hugmyndasamkeppni um byggðamerki.

Deila frétt:
Endurbirt
Auglýsing:

 

Tákn Byggðamerkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru Kjósarhrepps, sögu hans eða ímynd.

 

Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur  skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein  reglugerðar um  byggðarmerki nr.

R 112/1999.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðamerkja er hægt að afla hjá Einkaleyfisstofu, eða á vefslóðinni www.els.is

 

Tillögunum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunum skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu þeirra og meginhugmyndum. Að auki skal þeim skilað á tölvutæku vektorformi (Freehand eða Illustrator).

 

Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með 5 stafa tölu sem höfundur velur. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni.

 

Hreppsnefnd velur merki úr aðsendum tillögum, henni er jafnframt heimilt að hafna öllum eða vinna að útfærslu t.t. tillögu með höfundi.

 

Veitt er 250 þ. kr. verðlaunaupphæð fyrir þá tillögu, sem valinn verður af hreppsnefnd og leiðir til endanlegs merkis.

 

Frestur til að skila tilögum er til 1. desember 2008.

 

Tillögurnar sendist til:

 

Kjósarhreppur

Ásgarði Kjós

270 Mosfellsbær

 

Merkt “Byggðarmerki”