Fara í efni

Kjósarhreppur færði Klébergsskóla gjöf

Deila frétt:
Karl Magnús oddviti, Sigrún Anna skólastjóri ásamt krökkunum úr Kjósinni
Karl Magnús oddviti, Sigrún Anna skólastjóri ásamt krökkunum úr Kjósinni

Kjósarhreppur færði Klébergsskóla veglega afmælisgjöf

Í dag færði Karl Magnús oddviti og börn úr Kjósarhreppi sem stunda nám í Klébergsskóla, skólanum gjöf að tilefni 90 ára afmælisins í október.  Sigrún Anna skólastjóri tók á móti gjöfinni sem er gjafabréf til kaupa á stórum margmiðlunarskjá sem nýtist í skólastarfinu.
Skólinn á einn slíkan skjá fyrir og verður því hægt að nýta skjá á báðum hæðum skólans. 

 Karl Magnús oddviti ávarpar nemendur og starfsfólk 

Börnin létu gjafarbréfið ganga á milli sín áður en það var afhent        

Sigrún Anna skólastjóri þakkar krökkunum fyrir gjöfina

Karl Magnús oddviti, Sigrún Anna skólastjóri og Regína umsjónarmaður fræðslumála