Fara í efni

Kjósarhreppur vill markvissari skipan vegamála

Deila frétt:

 

 

Á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps var samþykkt að beina þeim tilmælum til vegamálayfirvalda að aðskilnaður  vegumsjónar- og þjónustu í Kjósarhreppi verði endurskoðað, þannig að þjónustan verði færð á ný undir rekstrardeild

Vegagerðarinnar á suðvestursvæði.

 

Hreppsnefnd telur að aðkoma Vegagerðarinnar að vegamálum í hreppnum verði markvissari en verið hefur síðastliðin ár, ef horfið verði til fyrra skipulags. Það á ekki síst við um viðhald vega og gerð heimreiða. Sérstök fjárveiting er til safnvega á hverju svæði. Vegir í Kjósarhreppi falla þannig með safnvegum á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ sem heyra undir suðvestursvæði en Kjósin undir vesturland. Eftir að sýslunefndarfundir voru aflagðir í Kjósarsýslu, en þar fór skipting safnvegafjár fram að hluta, hefur Kjósarhreppur ekkert með skiptingu þessa fjármuna haft að segja.