Kjósarkortið er útkomið
Komið er út myndkort á Kjósinni. Á kortinu kemur fram helstu örnefni, bæir, eyðibýli og allt það sem gott upplýsingakort þarf að innihalda. Þá eru merktar inn göngu-og reiðleiðir um Kjósina. Á bakhlið kortsins eru umfangsmiklar upplýsingar, bæði á íslensku og ensku, um einstaka staði og almennur fróðleikur m.a. um náttúrufar, jarðfræði og atvinnuhætti .
Það var Umhverfis-og ferðamálanefnd Kjósarhrepps sem hafði forgöngu um útgáfu kortsins og hefur haft veg og vanda af gerð þess. Nefndin hefur notið liðsinnis Loftmynda ehf. og Sögumiðlunar ehf.á Borgarhóli ásamt fjölda einstaklinga í hreppnum. Kortinu hefur verið dreift á öll heimili í hreppnum að tillögu nefndarinnar. Kortið verður selt á sveitamarkaðinum í Félagsgarði á ”Kátt í Kjósinni” þann 19. júlí. og hjá þjónustuaðilum í nágreninu.