Fara í efni

Kjósarrétt

Deila frétt:

Verktakafyrirtækið Tork er á síðustu metrum með að skila af sér verki við endurbyggingu Kjósarréttar.  Velunnarar Kjósarréttar hafa lagt fram vélar og vinnu við verkþætti sem felast ekki í verkefnum verktakans, þ. m. t. ýmsa jarðvinnu.   Nú styttist óðum í að vígja megi hina endurgerðu Kjósarrétt og stefna velunnnarar réttarinnar að því að gera það með pompi og prakt innan tíðar.  Um helgina komu þeir Óðinn á Klörustöðum, Siggi á Hrosshól, Siggi í Flekkudal og Guðmundur í Miðdal saman með traktora og sturtuvagna og keyrðu möl að réttinni.  Heimilisfólkið að Klörustöðum og Hlíðarási, Sigga Klara, Ellli, Þorgeir o.fl. lögðu einnig fram lið. Nú er í raun bara eftir lokahöndin, mála og snyrta aðeins betur.