Kjósarrétt 21. september
14.09.2008
Deila frétt:
Sunnudaginn 21.september verður fyrri lögrétt í Kjósarhreppi. Verður réttað í Hækingsdal og hefst réttin kl.16:00.
Nú, þegar líður á haustið fer fé að leita til síns heima. Tvílemban hér á myndinni virtist einmitt á heimleið þegar ljósmyndara bar að. Hvort hún hefur fengið blíðar móttökur þegar heim var komið eru uppi áhöld um.
