Kjósarskarðsvegur á lista yfir fyrirhuguð útboð
17.03.2008
Deila frétt:
Kjósarskarðsvegur er nú kominn inn á lista um fyrirhuguð útboð hjá Vegagerð ríkisins. Samkvæmt Jóni Valgeiri Sveinssyni hjá Vegargerðinni er frumhönnun vegarins á lokastigi. Lega hans mun vera í aðalatriðum á sama stað og núverandi vegur. Stefnt er að hefja viðræður við landaeigendur eftir páska varðandi frávik frá núverandi vegstæði og jarðefnisnám til uppbyggingar. Það er von hans að þær viðræður muni ganga greiðlega, þannig að framkvæmdir tefjist ekki þess vegna, enda vegagerðin aðkallandi og langþráð.