Kjósarstofa opnar
Opnunarhátíð laugardaginn 25. júní kl. 15
![]() |
| Stjórn og varastjórn Kjósarstofu |
Samkeppni um merki Kjósarstofu Kjósarstofa efnir til samkeppni um merki félagsins. Tillögum skal skila til Kjósarstofu í Ásgarði í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með dulnefni. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni. Tillögunum skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu þeirra og meginhugmyndum. Verðlaun í anda Kjósarinnar í boði.
Gert er ráð fyrir að sýning verði haldin á innsendum tillögum á Kátt í Kjós, 16. júlí n.k. Skilafrestur er til og með 10. júlí 2011.
Handverk
Kjósarstofa óskar eftir að hafa handverk í umboðssölu í Ásgarði. Einnig er óskað eftir samstarfi við þá sem hafa áhuga á að þróa minjagripi sem tengjast Kjósinni sérstaklega. Ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð mun hafa kynningarfund í sumar um þróun handverks.
Leiðsagnir - kynning á gönguleiðum 29. júní kl. 20
Kjósarstofa óskar eftir samstarfi við ferðaskipuleggjendur og leiðsögumenn og sem hafa áhuga á að sjá um leiðsagnir fyrir ferðafólk, sumarbústaðaeigendur eða íbúa í Kjósinni. Reynir Ingibjartsson sem nýlega gaf út bókina Gönguleiðir í Hvalfirði verður með kynningu á bókinni miðvikudagskvöldið 29. júní kl. 20 í Ásgarði. Áhugafólk um leiðsögu er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér ferðamöguleikana í Kjós.
Ljósmyndanámskeið
Kjósarstofa hefur fengið hinn þekkta ljósmyndara Ragnar Th. Sigurðsson til að halda ljósmyndanámskeið í sumar. Námskeiðið verður tvískipt: Fyrst þriðjudagskvöldið 7. júlí kl 20, þar sem farið verður yfir grunnatriði í landslagsljósmyndun með stafrænni vél og eftirvinnslu mynda. Seinna kvöldið verður í byrjun september og verður þá farið yfir myndir sem þátttakendur hafa tekið á undanförnum tveimur mánuðum og valdar myndir til að setja á sýningu í Ásgarði á vegum Kjósarstofu. Þátttökugjald er kr. 10.000 og óskast þátttökubeiðnir sendar til Kjósarstofu sem fyrst á netfangið kjosarstofa@kjos.is
