Fara í efni

Kjósarveitur ehf – Nýtt fyrirtæki í Kjósinni

Deila frétt:

Kjósarveitur ehf er nýtt fyrirtæki í eigu Kjósarhrepps, stofnað formlega 8. janúar sl.
Borað hefur verið eftir heitu vatni víða í Kjósinni sl. ár og nú síðast í landi Möðruvalla. Þar fundust að lokum vel heppnaðar heitavatnsholur sem áætlað er að virkja fyrir sveitina.
Í kjölfar þess að formlegt nýtingarleyfi á borholunum við Möðruvelli hefur verið gefið út af Orkustofnun var fyrirtæki stofnað til að halda utan um þetta mikilvæga verkefni.

Framkvæmdastjóri félagsins er Sigríður Klara Árnadóttir Klörustöðum. Stjórnarmenn eru; Pétur Guðjónsson Bæ, formaður, Karl Magnús Kristjánsson Eystri-Fossá, varaformaður og Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli meðstjórnandi. Varamaður í stjórn er Guðmundur Davíðsson Miðdal.

Verður nú farið á fullt að gera nýja kostnaðaráætlun vegna hitaveitunnar þannig að hægt sé að taka næstu skref.