Kjósin á flugi og floti
16.03.2015
Deila frétt:
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að óveður ruddist yfir landið á laugardaginn og ýmislegt fór á flug í kjölfarið hér í Kjósinni.
Sem betur fer hafa engar fréttir borist af alvarlegum slysum á fólki en ljóst er að eignatjón er víða mikið.
Auk þess hafa víða myndast stórhættulegir skurðir, bæði fyrir menn og dýr, fullir af snjókrapi og drullu.
Enn eru stormar í kortunum, því veitir ekki af að vera vakandi og bjarga því sem eftir er.
Sjá myndir inn á http://www.kjos.is/pages/myndaalbum/vont-vedur/