Fara í efni

Kjósverjar mótmæla sameiningu við Mosfellsprestakall

Deila frétt:

 Á fjölmennum fundi í Ásgarði í Kjós var einhugur um að verja framtíð Reynivalla sem prestsseturs.

Forsaga málsins er sú að í kjölfar þess að sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur Reynivallasóknar lætur af embætti nú í vor vegna aldurs, gerir biskupsfundur þá tillögu að prestaköllin tvö, Reynivallaprestakall og Mosfellsprestakall, verði sameinuð í eitt. Sameinuðu prestakalli verði þjónað af einum sóknarpresti í fullu stöðugildi og tveim prestum í einu og hálfu stöðugildi.

Kjósverjar telja það mikinn missi að fá ekki prest að Reynivöllum og að sóknarbörn í Reynivallaprestakalli muni bera skarðan hlut frá borði með umræddri sameiningu. Ljóst er að Mosfellsprestakall er ört stækkandi sókn og hefur í raun þörf fyrir presta í þrem stöðugildum. Hætta er á að leiðin fyrir prest úr Mosfellsbæ upp í Kjós verði mun lengri en leiðin úr Kjósinni í Mosfellsbæ.

 

Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar var síðan haldinn í framhaldinu. Þar var Guðbrandi Hannessyni fráfarandi formanni sóknarnefndar þakkað óeigingjarnt starf og gott utanumhald.
Nánar um ályktun fundarins og aðalsafnaðarfundinn sjá hér að neðan undir meira...

 

Kvöldinu lauk með opinni kóræfingu hjá Kirkjukór Reynivallakirkju. Organisti er Páll Helgason