Fara í efni

Könnun á áhuga á hitaveitu og ljósleiðara

Deila frétt:

Íbúar, sumarhúsaeigendur og lóðareigendur í sveitinni, eru hvattir til að láta áhuga sinn á hitaveitu og ljósleiðara í ljós með því að svara mjög einfaldri könnun á áhuga án skuldbindingar.

Svörin nýtast í undirbúningsvinnu við gerð kostnaðarútreikninga, verðskrár og væntanlegrar ákvörðunar, hvort farið verður af stað með lagningu hitaveitu í Kjósinni að þessu sinni.

Mælingar ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) staðfesta að heitavatnsholurnar að Möðruvöllum geti annað heitavatnsþörf í stórum hluta Kjósarinnar.

Orkustofnun hefur gefið út formlegt nýtingarleyfi fyrir Kjósarhrepp, á borholunum í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.