Fara í efni

Könnun á starfsmöguleikum ungs fólks í Kjósinni í sumar.

Deila frétt:
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur

Könnun á starfsmöguleikum ungs fólks í Kjósinni í sumar.


Ákveðið hefur verið að gera könnum meðal ungs fólks á aldrinum 17-20 ára hvort það hefur fengið loforð um vinnu í sumar og falla ekki undir úrræði Ríkisstjórnarinnar. Sé ekki svo eru viðkomandi beðin upplýsa hvort þau sækist eftir vinnu í sumar. 

Hreppsnefnd hyggst kanna möguleika á að bjóða þeim sem eru í þörf fyrir vinnu tímabundna ráðningu. Leitað verður til bænda, annara atvinnurekenda og félaga sumarhúsaeigenda um að útvega þeim vinnu í samstarfi við hreppinn.

Mikilvægt er að fræðast um stöðuna áður en ákveðið verður um framhaldið.

Hikið ekki við að senda upplýsingar um stöðu ykkar á kjos@kjos.is í síðasta lagi 26. maí næstkomandi.

Haft verður samband við alla sem senda okkur póst.