Fara í efni

Körfur og bréfbokar fyrir lífrænan úrgang.

Deila frétt:

Nú er tunnuskiptum að mestu lokið í Kjósinni og nánast öll heimili komin með tvískiptartunnur, annars vegar undir almennan úrgang og hins vegar undir lífrænan úrgang.  Nú verða matarleifar flokkaðar sér en áður fóru þær saman með blönduðum úrgangi. Ekki verður meiri lykt af þessu fyrirkomulagi en verið hefur.  Íbúar hafa núna minna pláss fyrir almennan úrgang  sem ætti ekki að koma að sök á meðal heimili þegar  úrgangurinn er vel flokkaður.  Að stærstum hluta er búið að fjarlægja eldri tunnur en þar sem ekki er búið að því verður það gert við fyrsta tækifæri eftir næstu losun.
Sumarhúsaeigendur eru hvattir til að koma við á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði og fá afhentar körfur og poka og taka virkan þátt í söfnun á lífrænum úrgangi. Einnig má nálgast körfur og poka í Kaffi Kjós. Móttaka á lífæna úrgangnum verður svo eins og áður á grenndarstöðvum og gámaplani. Eftirleiðis verður hægt að fylla á pokabirgðirnar í Krónunni, öllum að kostnaðarlausu og til að byrja með í Ásgarði á meðan birgðir endast.  

Sveitarstjórn þakkar íbúum góðar móttökur og vonast eftir góðu samstarfi við íbúa og sumarhúsaeigendur.  Það er allra hagur að vel takist til, bæði fjárhagslegur og umhverfislegur.