Fara í efni

Kort af Kjósinni liggur frammi til yfirlestrar

Deila frétt:

Kort af Kjósinni, með m.a. helstu örnefnum, eyðibýlum og gönguleiðum hefur verið í vinnslu s.l. ár í samvinnu við Loftmyndir Verkefnið hefur hlotið styrk úr Pokasjóði. Próförk af kortinu mun liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps til  1.apríl n.k.  Eru landeigendur og allir þeir sem áhuga hafa á, að yfirfara og koma á framfæri upplýsingum hvattir til að skoða kortið og koma með athugasemdir  og ábendingar  varðandi það sem betur mætti fara á kortinu. Fjölmargir hafa komið að gerð kortsins og eru þeim sendar bestu þakkir fyrir þá vinnu, en  alltaf má gera betur. 

Með kveðju og von um jákvæð viðbrögð,

Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps.