Fara í efni

Kosning til Forseta Íslands

Deila frétt:

Kjörstaður vegna kosningu til Forseta Íslands, sem fer fram  laugardaginn 30. júní 2012, verður í Ásgarði Kjós. Kjörstaður verður  opinn frá kl 12.00 til 20.00 Í Kjósarhreppi eru 173 á kjörskra, 79 konur og 94 karlar. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu hreppsins.

Kjósarhreppur býður upp á kaffi og vöfflur m/rjóma frá kl 14.00 til ca16.00 og sjá konur úr kvenfélagi Kjósarhrepps um veitingarnar.

 

Ath. að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum embættis sýslumannsins í Reykjavík færist úr Skógarhlíð 6 yfir í Laugardalshöll frá og með fimmtudeginum 14. júní. Opið verður alla daga frá kl. 10:00–22:00. Lokað verður 17. júní. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00–17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar hér.

 

Hreppsnefndarfundur er haldinn miðvikudaskvöldið 27. júní í Ásgarði og hefst kl 20.00, dagskrá fundarins má skoða á Stjórnsýslan-hreppsnefnd- fundir hreppsnefndar.