Fara í efni

Kosning til forseta Íslands

Deila frétt:
Kosning til Forseta Íslands 2020
Kosning til Forseta Íslands 2020

Kjörstaður vegna kosningu til forseta Íslands, sem fer fram  laugardaginn 27. júní 2020, verður í Ásgarði Kjós.
Kjörstaður verður  opinn frá kl 12.00 til 20.00

Í Kjósarhreppi eru 203 á kjörskrá. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu hreppsins.
Kjósarhreppur býður upp á kaffi og meðlæti  frá kl 13.00 til 16.00 og sér Kvenfélag Kjósarhrepps um veitingar.

Yfirkjörstjórn í Kjósarhreppi skipa: Unnur Sigfúsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson og Ólafur Helgi Ólafsson.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer nú fram á þremur stöðum á höfuðborgasvæðinu, þ.e. á 1. hæð í Smáralind nálægt inngangi í norðausturhluta á 1. hæð, miðsvæðis á 2. hæð í Smáralind nálægt þjónustuborðinu, sjá mynd hér 
og þriðji kjörstaðurinn er undir stúkunni á Laugardalsvelli í húsnæði KSÍ.

Opið er alla virka daga og um helgar milli kl. 10:00 og 22:00.

Sjá nánar: https://www.syslumenn.is/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar-vid-forsetakosningar-2020/