Kröftugir námsmenn í sumarvinnu 2014
05.08.2014
Deila frétt:
Í sumar fékk Kjósarhreppur til liðs við sig 3 námsmenn úr hreppnum.
Þetta voru þau Alexandra frá Káranesi, Ólafur Geir frá Valdastöðum og Hanna Sólbjört Bolaklettum.
Verkefnin voru af ýmsu tagi. Grúskað var í gömlum skjölum, hreinsað í kringum Reynivallakirkju, Félagsgarð og Ásgarð. Tínt rusl meðfram vegum og aðstoðað við Kátt í Kjós.
Auk þess sem Alexandra sá um að stýra unglingavinnunni.
Upplifun þeirra af verkefnunum voru mismunandi eins og gengur og gerist, en framtíð Kjósarinnar er björt í hugum þessa kátu ungmenna enda öll hörku duglegir námsmenn.