Kvartað undan smölun á vélhjólum
17.09.2007
Deila frétt:
Ágæti móttakandi,
Með þessu bréfi viljum við ítreka á formlegan hátt kvörtun sem borin var fram í símtali við Sigurbjörn Hjaltason, oddvita í Kjós, sunnudaginn 16. september sl.
Málavextir eru þeir að sunnudaginn 16. september 2007 urðum við vör við að farið hafði verið á mótorhjóli um land okkar, lóð nr. 5 að Skógarbraut í landi Háls, landið er sumarbústaðaland, nokkuð gróið og hefur miklu magni trjáaplantna verið plantað í svæðið.