Kvenfélag Kjósarhrepps gefur stórgjafir
Kvenfélag
Kjósarhrepps hélt upp á 70 ára afmæli sitt sunnudaginn 14. mars í Félagsgarði.
Athöfnin hófst með að formaður félagsins; Hulda Þorsteinsdóttir í Eilífsdal flutti ávarp þar sem hún rakti sögu og starf félagsins.
Oddvit Kjósarhrepps flutti ávarp og færði félaginu að gjöf f.h. íbúa Kjósarhrepps þrjú spjöld þar sem fram kemur saga félagsins og starf þess í máli og myndum. Verða spjöldin fest á vegg í Ásgarði.
Af tilefni af afmælinu færði félagið ungbarnavernd Heilsugæslunnar í Mosfellsumdæmi heyrnmælingartæki, sem er fyrsta sinnar tegundar að verðmæti kr. 250 þúsund og sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar meðferðarbekk að andvirði kr. 300 þúsund.
Þá gaf félagið Bókasafni Kjósarhrepps vélritaðar fundagerðabækur félagsins frá upphafi en vélritun þeirra er nýlokið af tilefni afmælisins. Fundagerðabækur
félagsins voru afhentar Kvennasögusafni Íslands til varðveislu.