Kvenfélagskonur í Kjós gefa höfðinglega gjöf
04.10.2012
Deila frétt:
Klébergsskóli fékk afhenda veglega gjöf í morgun frá Kvenfélagi Kjósarhrepps, 2 Ipad-tölvur. Gjöfina afhendu kvenfélagskonurnar Katrín, Hulda og Anna Björg sem allar starfa við Klébergsskóla Svona tölvur eins og flestir vita eru mikill fengur fyrir skólastarfið. 1. bekkur hefur verið að nota slíkar tölvur og nú munu fleiri og fleiri nemendur hafa aðgang að slíkum tölvum.