Fara í efni

Kvenfélagsmessa á konudaginn

Deila frétt:
Kvenfélag Kjósarhrepps hefur ætíð stutt dyggilega við sína kirkju.
Kvenfélag Kjósarhrepps hefur ætíð stutt dyggilega við sína kirkju.

Kvenfélagsmessa í Reynivallakirkju á konudaginn 23. febrúar kl.14.

Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambands Íslands verða kvenfélagskonum sérstaklega þakkir sýndar í sameiginlegri messu prestakallsins á konudaginn.

Kvenfélög starfa í sjálfboðnum störfum við að safna á margvíslegan hátt fjármagni til að styrkja hin ýmsu góðu og þörfu málefni innan sem utan sveitar.

Kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Kjósarhrepps sjá um ritningarlestra.

Kór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.

Heiðrið og þakkið kvenfélagaskonum með nærveru ykkar!
Sóknarprestur og sóknarnefndir Reynivallasóknar og Brautarholtssóknar