Fara í efni

Kvennahlaup – laugardagurinn 16. júní

Deila frétt:

Að venju fer fram kvennahlaup í Kjósinni í ár. Góð þátttaka hefur verið í hlaupinu undanfarið. Hver þátttakandi velur sér þann hraða sem honum hentar og er ekki markmiðið að verða fyrstur, heldur að taka þátt.

Skráning hófst í Kaffi-Kjós, um síðustu helgi í síma 566-8099, sem stendur fyrir hlaupinu ásamt Félagi sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn. Þar verður safnast saman fyrir klukkan 2 e.h. en hlaupið hefst kl. 14:00. Hressing verður í boði að afloknu hlaupi .